28.9.2009 | 21:30
Nýjar áherlsur á bloggi
Ég hef tekið þá ákvörðun að byrja að nota þetta blogg mitt undir pólitískan áróður í nafni frelsis og frjálshyggju.
Hef ég því tekið út allar fyrri færslur sem ekki tengjast þessum nýju áherslum. Enda var þetta blogg upprunalega ætlað til að fólk gæti fylgst með ævintýrum mínum í Lundúnaborg meðan ég bjó þar.
Mér finnst vera ærin þörf á því að allir frelsisþenkjandi leikmenn í stjórnmálum brýni klærnar og berjist gegn þeirri vinstrisveiflu sem nú ríður yfir og allri þeirri frelsissviptingu sem henni fylgir.
Eitthvað verður fjallað um:
- hagfræði
- heimspeki
- stjórnmál
- fjölmiðlun
- pólitík
- fréttirnar
- stjórnmálin
- hugmyndafræði
- frelsið
- réttlæti
- von
- og síðast en ekki síst hamingjuna
Þó svo að málfrelsið sé hornsteinn í frjálsu samfélagi, þá er þetta blogg mín eign, en eignarrétturinn er einnig hornsteinn í frjálsu samfélagi ;) Að heimsækja blogg hjá einhverjum er eins og að vera á heimili þess aðila. Þessvegna set ég einfaldar reglur um samskipti á þessu bloggi, líkt og um heimili mitt væri að ræða, sem ég mun fylgja fast eftir:
- Öll umræða skal vera kurteis og málefnaleg.
- Öll umræða skal vera viðkomandi því sem bloggið fjallar um.
- Öll umræða skal vera á málefnalegum en ekki tilfinningalegum grundvelli.
- Engin dónaleg orð, hégóma, skítkast eða önnur 'blogg leiðindi'
Ég les ekki, tek ekki mark á og samþyki ekki skilaboð sem fara ekki eftir þessum einföldu og sjálfsögðu reglum. Annars býð ég ykkur velkomin á heimili mitt, þó við séum ekki alltaf sammála :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning