Bréfið allt á www.xnei.is

Hérna er hægt að lesa allt bréfið á vefsíðu Ísafoldar, www.xnei.is

 

Reykjavík, 05. ágúst 2010.

Hæstvirtur forseti Alþingis og háttvirtir Alþingismenn,
Þann 14. júní síðastliðinn lögðu þingmenn úr öllum þingflokkum, nema þingflokki Samfylkingarinnar, fram þingsályktunartillögu þess efnis að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði afturkölluð. Við í Ísafold styðjum þingflokkstillöguna af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna sívaxandi óánægju í samfélaginu með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og hinsvegar vegna gjörbreyttra aðstæðna í sambandinu sjálfu, en efnahagur fjölmargra ríkja þar innan riðar til falls og margir af helstu fjármálasérfræðingum heimsins telja að gjaldmiðill sambandsins eigi stutt eftir lifað. Ein af forsendunum sem leiddu til að aðildarumsóknar Íslands að ESB fékk nauman meirihluta á þingi,var sú að Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar myndu flýta fyrir efnahagsbata hins íslenska hagkerfis. Líkt og að ofan greinir eru þessar forsendur meirihlutans brostnar.

Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að um 60% íslenskra kjósenda séu andvígir inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið. Þessar niðurstöður endurspegla vaxandi ónægju íslensku þjóðarinnar með aðildarumsóknina. Má þá helst nefna landsfund Sjálfstæðisflokksins sem nýlega var haldinn, en þar var samþykkt, með yfirgnæfandi meirihluta, skýr ályktun þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB skuli dregin til baka án tafar. Ofan á þessa óánægju með aðildarumsóknina bætist sú háværa krafa sem heyrst hefur í íslensku samfélagi, á síðustu misserum, um að beint lýðræði verði aukið til muna og lykilmál er varða veigamikla þjóðarhagsmuni séu sett í þjóðaratkvæðagreiðslur.

Upp á síðkastið hafa öll ráðuneyti landsins og allar undirstofnanir þeirra, leynt og ljóst unnið að því að straumlínulaga stjórnsýslu landsins til þess að undirbúa hana fyrir Evrópusambandsaðild. Þetta ferli, sem gjarnan er kallað aðlögunarferli, fór hér áður fyrr fram einungis eftir að aðildarviðræðum var lokið og umsóknarríkið hafði undirritað aðildarsamning sinn að Evrópusambandinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, en í dag fer þetta ferli fram samhliða hinum eiginlegu aðildarviðræðum Hvað varanlegar undanþágur frá grunnstoðum Evrópusambandsins varðar, þá eru engar slíkar undanþágur í boði. Vissulega hafa sum aðildarríki Evrópusambandsins fengið tímabundnar undanþágur í vissum málaflokkum, en slíkar undanþágur myndu aldrei fullkomlega tryggja yfirráð Íslands yfir náttúruauðlindum á borð fiskimið, jarðvarma og olíu.

Í ljósi þeirra ástæðna sem greint er frá að ofan, hvetjum við ykkur til þess að samþykkja fyrrgreinda þingsályktunartillögu, draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og endurnýja lýðræðislegt umboð ykkar til þess að sækja um aðild að fyrrnefndu sambandi með því að gefa þjóðinni tækifæri til þess að kjósa, í þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvort réttast sé að sækja á ný um aðild að Evrópusambandinu.

Virðingarfyllst,
Stjórn Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild.

 


mbl.is Vilja að umsókn verði afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband