internet tröll?

Í fyrsta lagi vill ég taka skýrt fram, að mér þykir svona fantabrögð hrein viðurstyggð og að þarna sé verið að vega að málfrelsi og fundarfrelsi manna.  En það eru þau réttindi sem ég tel ein þau heilögustu í okkar samfélagi. 

Í öðru lagi, sem andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu get ég fullyrt að ég lít ekki á lönd eða fólk innan ESB sem 'óvini' mína og þekki engan ESB andstæðing sem er þeirrar skoðunar.  Við lítum flest á fólk úr öðrum löndum sem bræður okkar og systur, alveg óháð efnahagsbandalögum og tollamúrum.

 Í þriðja lagi þá lít ég ekki á Evrópusinna sem óvini mína.  Föðurlandssvikarar, kannski undir ströngustu skilgreiningu þess orðs.  En þetta er fólk sem vill aðeins það sem er íslandi og íslendingum fyrir bestu og trúir því að það sé að gera rétt.  Við erum bara ósammála í ýmsum atriðum hvað það varðar.

 

En þá að þessari frétt.  Ég verð að játa að ég finn tröllalykt af þessu.  Það er hægur leikur að stofna vefsíðu til þess að hræra upp í umræðunni.  Börn og aðrir minna þroskaðir menn hafa lengi stundað þá iðju að villa á sér heimildir eða gera sér upp skoðanir á veraldarvefnum til þess eins að kalla fram tilfinningaleg viðbrögð hjá fólki.  Ég trúi því ekki að neinn sem hefur einlægan áhuga á Evrópumálunum myndi standa fyrir svona hóp.  Þá er mun líklegra að hinumegin við skjáinn leynist svokallað internet tröll.

Svona öfgar vekja oft upp samúð með þeim sem fyrir verða.  Það gæti allt eins verið að þarna leynist Evrópusinni sem sé að reyna að sverta málstað Evrópuandstæðinga.  Ég vona amk. að það sé enginn fótur fyrir þessum hótunum og skil vel að menn taki þær alvarlega upp að vissu marki og hafi varan á.

 Evrópuandstæðingar eru með öll bestu rökin sín megin og þurfa ekki á svona vitleysu að halda.  Þetta gæti því hæglega endað með að verða Evrópusinnum í hag.  Nú geta þeir sagt að innan okkar raða séu þjóðernisöfgamenn.  Þetta hafa þeir reyndar alla tíð sagt. 


mbl.is Facebooksíða til skoðunar hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Eru Loftur Altice og Jón Valur internet tröll?  Þeir eru allavega concrete dæmi um þjóðernisöfgamenn sem valda málstað sínum miklu tjóni vegna þeirra ótrúverðugleika og gífuryrða. 

Annars gæti þessi facebook síða reynst stuðningur fyrir málstað þeirra sem vilja heimila lögreglu að stunda "fyrirbyggjandi" rannsóknir.  Spurning hvort þess sé þörf.

Róbert Björnsson, 26.8.2010 kl. 19:24

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

@Föðurlandssvikarar, kannski undir ströngustu skilgreiningu þess orðs. - Þetta er nú staðhæfing sem styður málstað öfgamanna.

Þetta er sambærileg fullyrðing og:

Jón er ágætis maður þó hann séi "kynvillingur".

Gyðingar er hin merkasta menningarþjóð en enginn getur tekið af þeim lymskuna og græðgina í peninga.

Ég held að maður geti ekki réttlætt það að vera á móti ESB af þjóðernisástæðum. Fyrir því er enginn fótur nema síður sé.

Ef þú vilt vera þjóðrækinn þá er það ekki sama og vera þjóðernissinni.

Synir landeigenda eru sjö. Bara sá elstu fær óðalið, hinir verða að finna sér aðra staði að byggja ef þeir vilja vera sjálfs síns ráðandi. Er elsti bróðirinn sá eini sem geldur föður sínum ást sína? Það held ég ekki.

Veröldin er stærri en túnið heima þrátt fyrir allt og möguleikar mannanna til að koma ár sinni fyrir borð í framandi löndum er sannarlega til staðar ef sanngirni ræður hugsunum í för. Það tryggir auðvitað enginn frama sinn fyrir fram en það má leita hans innanlands sem utan.

Ég held að þú ættir að taka aftur orð þin sem ég nefndi hér að ofan. Það eru ekki bara byskupar sem þurfa að éta ofaní sig missagnir og leið ummæli.

Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 20:28

3 Smámynd: Davíð Oddsson

Þetta er augljóslega grín :) og svo segja þeir berum orðum að einhver "ætli að mæta á fundinn til að njósna um óvininn". Augljóslega er það ekki ætlun þess einstaklings að eyðileggja eða trufla fundinn.

Ég held að lögreglan ætti að einbeita sér að einhverju þarfara máli en að eltast við grínara á Facebook :)

Davíð Oddsson, 26.8.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

 @Róbert  Það eru vissulega margi öfgamennirnir þarna úti.  En við ættum ekki að trúa samt öllu strax sem er sett á internetið.  Bara það sem ég er að segja. Það er mikið um að menn séu að gera sér upp skoðanir, eða ýkja skoðanir sínar verulega með einhverjum svona fíflagangi.

 @Gísli  Ef föðurlandssvikari, eða landráðamaður er sá sem vill selja vald eða yfirráð yfir sínu landi til erlendra aðila, þá passa Evrópusinna fullkomlega við þá lýsingu.  

En það er ekki endilega samasem merki milli þess og að vera slæmur karakter.  Menn meina vel með þessu, því menn trúa því að okkur sé betur borgið með erlend yfirráð. 

@Davíð   Þetta gæti verið rétt hjá þér. Þetta er líklega eitthvað misheppnað grín ef menn fara frá því að ætla að sprengja yfir í það að njósna.  Það er stór munur á þessu tvennu.  Það er klárlega ekki mikil alvara á bakvið þessar sprengjuhótanir. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 27.8.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband