Hljómar eins og góð hugmynd í fyrstu, en..

.. ef við hugsum dæmið aðeins lengra, þá er aðeins verið að útrýma störfum sem eru minna en 200þús. króna virði.  Fólk sem áður vann slík störf getur ekki lengur þjónustað samfélagið og fer þess í stað á atvinnuleysisbætur.  

 

 

'The first thing that happens, for example, when a law is passed that no one shall be paid less than $106 for a forty-hour week is that no one who is not worth $106 a week to an employer will be employed at all. You cannot make a man worth a given amount by making it illegal for anyone to offer him anything less. You merely deprive him of the right to earn the amount that his abilities and situation would permit him to earn, while you deprive the community even of the moderate services that he is capable of rendering. In brief, for a low wage you substitute unemployment. You do harm all around, with no comparable compensation.'

 

 

 - úr bókinni 'Economics in one Lesson' eftir Henry Hazlitt

 

 Útkoma: samfélagið verður af vinnukröftum þessa fólks og hinir sem eftir eru á vinnumarkaði þurfa að halda viðkomandi uppi með félagslegum úrræðum.  Samfélagið allt tapar á þessu fyrirkomulagi.

Líklega á þetta eftir að hafa mest áhrif á námsmenn eða ómenntað ungt fólk, sem er nýtt á vinnumarkaði.  Með því að hækka lágmarkslaun verður ekki þess virði að ráða slíka einstaklinga í vinnu.

 

 

'It may be thought that if the law forces the payment of a higher wage in a given industry, that industry can then charge higher prices for its product, so that the burden of paying the higher wage is merely shifted to consumers. Such shifts, however, are not easily made, nor are the consequences of artificial wage-raising so easily escaped. A higher price for the product may not be possible: it may merely drive consumers to the equivalent imported products or to some substitute. Or, if consumers continue to buy the product of the industry in which wages have been raised, the higher price will cause them to buy less of it. While some workers in the industry may be benefited from the higher wage, therefore, others will be thrown out of employment altogether. On the other hand, if the price of the product is not raised, marginal producers in the industry will be driven out of business; so that reduced production and consequent unemployment will merely be brought about in another way.' 

 - úr bókinni 'Economics in one Lesson' eftir Henry Hazlitt 

 

Það er óumflýjanlegt að þetta veldur meira atvinnuleysi.  Peningar vaxa ekki á trjánum.  Það er ekki hægt að hækka bara launin hjá fólki ef það er engin verðmætasköpun á bakvið launahækkunina.  Þessi hækkun fer út í verðlagið eftir ýmsum leiðum og minnkar kaupmáttinn hjá almenningi (fólk fær minna fyrir launin sín), sem aftur bitnar verst á þeim sem minnst eiga.


mbl.is Lágmarkslaun ekki undir 200 þúsundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru undarlegustu rök sem ég hef heyrt. Hvað með störfin sem þetta fólk er að vinna? Ekki er hægt að leggja þau niður, einhver verður að vinna þau!

Svona málflutningur er með ólíkindum og engum sæmandi. Vissulega vaxa peningar ekki á trjánum, en verkin vinna sig ekki heldur sjálf.

Þú segir einnig að ekki sé hægt að hækka laun ef engin verðmætasköpun liggi að baki. Er ekki hugsanlegt að verðmatið sé kannski vitlaust? Getur ekki verið að verðmætasköpunin sé þegar til staðar!!

Það kemur ekki á óvart að úrtölumenn reyni að koma í veg fyrir leiðréttingu lægstu launa, hvernig væri að kanna hvað þetta kostar í raun fyrir þjóðfélagið.

Þegar fólk hefur laun sem það getur framfleitt sér á mun það spara ríki og sveit fjármuni.

Þegar fólk hefur laun sem það getur framfleitt sér á verður það sterkara og er frekar tilbúið að leggja meira á sig, atvinnurekandanum til góðs!

Gunnar Heiðarsson, 13.7.2010 kl. 01:30

2 Smámynd: Promotor Fidei

Heyr heyr

Annars ættu dæmin að sanna að hjá verkalýðsfélögunum starfa engir hagfræðispekingar -og allrasíst við fjárfestingardeildir lífeyrissjóðanna þeirra.

Réttast væri auðvitað að leggja verkalýðsfélög niður, og um leið þá sneið sem þau taka til sín af mánaðarlaunum fólks. Kjarasamningar ættu að fara sömu leið, en það hlutverk sem verkalýðsfélögin þó mættu halda í, ef þau vilja halda áfram að vera til, er að gera launakannanir.

Promotor Fidei, 13.7.2010 kl. 06:48

3 identicon

Skv. þessum rökum þá gætum við lækkað verðlag með lögum sem setja hámarks-laun, og þar með hækkað kaupmátt lægst launuðustu

Davíð James (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 07:02

4 identicon

Ósammála vegna aðstæða hér, kaupmátturinn hefur minnkað það svakalega að 200.000 króna laun eru ekki nóg til að lifa út mánuðinn lengur.

Sérstaklega með nýtilkomnum skattahækkunum.

Finnst mér tildæmis alveg fáránlegt að skattþrep 2 byrjar við 200.000, því þetta á að heita hátekjuskattur. 200.000 eru lág laun.

Og allt undir því er allt að ómannúðlegt.

(Þegar kemur að vinnu, atvinnuleysisbætur mega vera lægri enda neyðist fólk ekki til að keyra til eða frá vinnu þegar það er atvinnulaust, sem og margur annar aukakostnaður sem fylgir því að vinna)

Þetta gæti líka ýtt undir að atvinnulaust fólk sem sér sér (aldrei sagt sér sér áður...) ekki ástæðu til að fara á vinnumarkaðinn því það hefur í raun meira upp úr því að vera atvinnulaust, drattist á stað og fari í hvaða starf sem er.

Enda almennur misskilningur að það stafi af leti, þó undantekningar séu til, að fólk sé atvinnulaust þó það vanti leiksskólakennara, eða starfsmenn á subway.

Ef þau hafa 10þ krónur, bara það, meira á milli handanna við það að vera atvinnulaust, er sjaldnast ástæða til að fara á vinnumarkaðinn.

En samt punktur hjá Henry, með verðmætasköpunina, það gæti valdið því að fyrirtæki geti ekki haft ráð á að hafa 3 á kassanum, heldur einungis tvo, sem skilar meira álagi á þá tvo sem eftir eru, og einum út á götuna.

Svo allt svona þarf að skoða, en ég þykist halda að þetta geti verið gott frekar en slæmt miðað við ástandið í dag.

En ég get alls ekki staðhæft neitt um það.

Unnar Geirdal (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 07:44

5 identicon

Rétt hjá þér en spurningin er þessi hvernig lögum við launin hjá því fólki sem er til dæmis í fiskvinnslu og öðrum störfum sem launin eru ekki í samræmi við arðinn.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:05

6 identicon

Störfin sem þú vilt vernda eru í dag mörg unnin af innfluttu vinnuafli, og ég er ekki að tala um vinnuafl sem er af erlendu bergi brotið og býr á Íslandi, heldur vinnuafli sem fengið er gagngert til landsins til að vinna viðkomandi vinnu.  Gríðarlega mörg störf í fiskvinnslu og störf tengd ferðaþjónustu eru unnin af aðfluttu vinnuafli vegna þess að innlent atvinnulaust vinnuafl fæst ekki til starfans þrátt fyrir atvinnuleysi.  Þess eru mörg dæmi að barnafólk biðji um að vera ekki ráðið vegna þess að heildar ráðstöfunartekjur þeirra muni lækka við það að fá vinnu og fara af bótum.  Ef við skoðum þetta í raunveruleikanum en ekki í hugmynda heiminum, þá leggst þetta svona út. 

Starf 150 þús.

Atvinnuleysisbætur 140 þús.

A.Starf unnið af innfluttu vinnuafli þá er niðurstaðan þessi: Tekjukostnaður samfélagsins og atvinnurekandans tengdur þeim atvinnulausa og innflutta starfskraftinum 150.000 + 145.000 - 11.625 (tekjuskattur launa) - (tekjuskattur af atvinnuleysisbótum) 9.764 = 273.611  Svona er raunveruleikinn, ekki hvað er rétt eða hvernig hlutirnir ættu að vera.

B. Starf sem skilar 200.000 og gerir ávinninginn fyrir þann atvinnulausa raunverulegan af því að fara í vinnuna. 200.000 - 30.235 = 169.765

Leið B hækkar kostnað atvinnuveitandans um 50.000 kr.

Leið B lækkar kostnað hins opinbera um 142.221 að teknu tilliti til bótagreiðsla og skatttekna í þessu afmarkaða tilfelli.  

Leið A þýðir hækkun á sköttum á atvinnurekstur, aðra launþega og fjármagnstekjur, smbr. fréttir gærdagsins.

Allar hækkanir skila sér út í verðlagið, laun, hráefniskostnaður, skattkostnaður, lækkaðar ráðstöfunartekjur neytenda gera það líka.

Það er hægt að setja svona dæmi upp á hundrað mismunandi vegu ef raunveruleikinn er tengdur við jöfnuna, skoðanir og kenningar hagfræðinga eru eins og álit lögfræðinga, mörg, misjöfn og stjórnast stórlega af pólitískum skoðunum viðkomandi hagfræðinga og hagsmuni hverra þeir eru að verja.

Raunverulegt vandamál er hversu lítill munur er á milli atvinnuleysisbóta og lægstu launa, á að lækka bæturnar eða að hækka lægstu launin?  Það þarf hvata til að fara af bótum í vinnu. 

Ég ætla að leyfa mér að draga það stórlega í efa að mikið af alvöru sjálfbærum störfum verði lögð niður vegna hækkunar á lágmarkslaunum í 200 þús.  Það er hræðsluáróður, aukinn munur mun bæta þjóðarhag og ég er þeirrar skoðunar að það séu aum störf sem ekki skapa grunn fyrir 200.000 kr greiðslu og að þau  störf séu sjálfdauð, vegna þess að þau eiga ekki heima í jafn dýru landi og Íslandi, þessi störf munu flytja til landa þar sem 200.000 samræmast raunverulegum uppihaldskostnaði.   

BJ (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 11:01

7 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Raunverulegt dæmi:  skólakrakkar í hagkaup fá ekki lengur vinnu, vegna þess að nú er hægt að fá securitas starfsmann á kassann fyrir litlu meira en lágmarkslaunin.

 Útkoma:  Fleiri skólakrakkar atvinnulausir.  Samfélagið verður af starfskröftum þeirra.  Vöruverð í versluninni hækkar. Salan dregst saman. Ekki verður hægt að ráða eins marga starfsmenn.  Aukið atvinnuleysi.

Það væri hægt að taka mörg svona dæmi.  En lexían er: það er ekki hægt að gera vörur eða þjónustu meira virði en þær eru með lagasetningu.

 Mæli með að menn lesi þennan stutta kafla sem vitnað er í úr bókinni hans Henry Hazlitt. Þessi kafli svarar allri þessari gagnrýni sem fram hefur komið hér. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 13.7.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband