Hæfni eða ekki

Hér eru þrjár fullyrðingar sem ég tel að standist rökfræðilega og menn ættu að hafa í huga:

 

1.  Það er annaðhvort hægt að ráða í stöður eða kjósa fólk eftir hæfni, eða ekki.

2.  Um leið og það er farið að velja eftir kynferði í stöður, til að jafna einhverja tölfræði, þá er ekki lengur verið að velja eftir hæfni.

3.  Lýðræði og kynjakvóti geta aldrei farið saman.  Ef þú getur ekki kosið þá einstaklinga sem þú vilt eða átt á hættu að atkvæði þitt verði að litlu eða engu haft til að jafna einhverja tölfræði, þá er ekki lýðræði.

 

 

Naumlega tókst að troða þessu jafnréttisfrumvarpi gegnum landsfundinn og vildu sumir meina að það hefði þurft að telja atkvæðin þegar breytingartillögur sem tóku mið af fyrrgreindum sjónarmiðum voru tekin til atkvæða.

 

.. að lokum er rétt að minna á stjórnarskrá lýðveldisins, en þar segir í 65. grein:   ' 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)'


mbl.is Tekist á um jafnrétti í Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og margir aðrir sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn í gegnum árin sjá sér ekki fært um að kjósa flokkinn í næstu kosningum.  Það eru margar ástæður en þær tvær helstu fyrir mig eru að forysta flokksins hefur ekki kjark til að neita inngöngu í ESB undir öllum kringumstæðum og svo þetta misrétti sem fjallað er um í fréttinni. 
Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir sjálfstæði þjóðar og lýðræði og á einstaklinginn og einstaklingsframtakið.  Flokkurinn virðist vera horfinn frá þessari stefnu.

Iffi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband