Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.11.2009 | 23:41
Augljósa ástæðan er..
Ef við værum að horfa á svipaðar tölur og eru birtar í þessari grein morgunblaðsins um eitthvað annað, t.d. að þarna væri birt hlutfall þeirra sem skarta stúdentsprófi í stjórnunarstöðum, þá myndi kveða við allt annan tón í þessari umræðu. Líklega myndum við segja: þeir sem eru með stúdentspróf þykja greinilega betri stjórnendur.
Er þetta ekki alveg augljóst?
Karlar þykja greinilega betri stjórnendur en konur.
Þessi staðreynd er eins og bleikur fíll sem allir þykjast ekki sjá eða taka eftir og reyna að dansa einhvernvegin í kringum og forðast að tala um. Halda menn að það sé verið að hjálpa konum eitthvað við að leysa þennan 'vanda' með því að 'hlífa tilfinningum þeirra' og láta eins og þetta sé ekki staðreyndin?
Fyrsta skrefið í átt að því að leysa einhvern vanda er: að gangast við því að það sé vandi og horfast í augu við hvað það er sem er að valda vandanum. OG RÁÐAST SVO Á RÓT VANDANS!!!
Það leysist enginn vandi með því að láta eins og það sé eitthvað annað sem veldur, eða að við getum horft framhjá orsök vandans og einhvernvegin plástrað yfir þetta með einhverjum töfralausnum eins og að rétta hlutfallið með lagasetningu.
Við skulum byrja að tala um hlutina eins og þeir eru. Taka á málum með rökhugsun að vopni.
Staðreynd #1 : Konur þykja að jafnaði ekki nærri því eins góðir stjórnendur fyrirtækja eins og karlar.
Lykilorðið þarna er 'Þykja' . Það þýðir ekki að þær séu verri stjórnendur. Heldur virðist þeim einfaldlega síður vera treyst fyrir þessari ábyrgð. Þessar tölur sýna þetta svo ekki verði um villst
Hvað veldur þessu?
- Er feðraveldið enn svona sterkt? Eru það karlar sem eiga fyrirtækin og eru svo vondir í sér að þeir skipulega vinni gegn aukinni stjórn kvenna í atvinnulífinu?
- Konur eru að jafnaði betur menntaðar. Varla er það málið?
- Hefur þetta eitthvað með útlit eða líkamlegan styrkleika að gera? Þá að þeir sem eru sterklegri að sjá þykja hafa betri 'forystusjarma'?
- Eru konur kannski ekki jafn mikið að sækjast eftir þessum stöðum og er þá hlutfall þeirra kvenna sem gegna þessum stöðum í einhverju samræmi við það kynjahlutfall sem sækir um?
- Gæti það jafnvel verið að það sé eitthvað sem gerir það að konur eru sannarlega ekki jafn góðir stjórnendur? Má maður spyrja svoleiðis? Þorum við að horfast í augu við það ef svo væri?
Staðreynd #2 : Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að konur séu: verri, jafn góðar, eða betri stjórnendur en karlar.
- Það verða eigendur fyrirtækja að ákveða hver fyrir sig, hverjum þeim finnst vera bestur til að stjórna sínum eigin rekstri.
- Það eru bara sjálfsögð mannréttindi að fá að ráða sínu eigin fyrirtæki.
- Ef þetta er ekki meðfætt, gæti þá verið að það sé eitthvað félagslegt sem geri það að konur tileinki sér síður þann hugsunarhátt sem þarf til að stjórna?
Staðreynd #3 :Fyrirtæki sem ekki ræður hæfasta einstaklingin í starfið, hvort sem það sé sökum fordóma eða lagaþvingana, verður ekki eins gott fyrirtæki fyrir vikið. Þetta er vont fyrir allt samfélagið.
Mér finnst það alveg líklegt að það sé töluvert mikið um kynjafordóma við ráðningar á vinnumarkaði. Eigendur fyrirtækja ættu því að spyrja sig hvort þeir séu að tapa peningum vegna þessa. Það væri samfélaginu öllu til hagsbóta.
Staðreynd #4 : Það eru ekki mannréttindi að fá að vinna hjá einhverju fyrirtæki bara vegna þess að þú ert með typpi/píku. Og reyndar eru það engin mannréttindi að fá vinnu yfir höfuð.
Ef ég stofna nú fyrirtæki. Bara einn með sjálfum mér. Set sjálfan mig í stjórn. Er það þá mannréttindabrot að það sé engin kona í stjórn fyrirtækisins? ... En ef það eru tveir að vinna hjá fyrirtækinu? Þrír .. 4..5..? Nákvæmlega hvar byrjar þetta að vera mannréttindabrot?
Er það bara ef það er ríkisfyrirtæki þá? Af hverju eiga að gilda aðrar reglur um ríkisrekstur? Er eitthvað sem segir að þjóðin vilji sjálfkrafa ekki ráða hæfasta einstaklingin hjá sínu fyrirtæki til að jafna einhverja tölfræði? Er þá ekki verið að neita þjóðinni um að fá það besta fyrir peninginn sinn?
Til dáða..
Mig langar að ljúka þessu með að hvetja allar konur til dáða. Mín persónulega skoðun er að það vanti aðeins meiri kjark í kvenþjóðina. Vissulega er ranglæti þarna úti, en það þýðir ekki að láta 'mögulegt' ranglæti buga sig. Verið ófeimnar við að bjóða fram krafta ykkar og ekki gefa neinn afslátt þegar verið er að segja frá hæfileikunum. Burt með hógværðina! Og verið duglegri að bjóða ykkur fram í pólitíkinni líka, ég mun kjósa ykkur!
Við karlana segi ég: hugsið ykkur tvisvar um. Bæði þegar þið eruð að ráða starfsfólk í vinnu eða í kjörklefanum. Er ég að láta fordóma koma í veg fyrir að ég velji rétt?
Kynjahalli í æðstu stjórn fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2009 | 01:19
Ókeypis peningar
Að missa vinnu:
Ég hef reynt það að missa atvinnu skyndilega vegna óviðráðanlegra ástæðna. Það er auðmýkjandi tilfinning að þurfa að leita sér hjálpar. Sérstaklega er það niðurlægjandi að þurfa að leita til Vinnumálastofnunar eins og hún er uppbyggð í dag. Mér leið eins og sauðfénaði sem er smalað saman í röð til aftöku. Aftökusveitin er í vinnu við það að reyna með öllum ráðum að borga þér ekki bæturnar. Þú þarft að taka númer, bíða í röð, fylla út eyðublöð, skila vottorðum og gefa fögur fyrirheit um að þú sért að gera þitt besta í atvinnuleit. Aftökusveitin er tortryggin og skikkar þig til þátttöku í ýmsum niðurlægjandi námskeiðum, ætluð sauðum, ef ske kynni að atvinnumissirinn væri af þeim sökum. Einnig þurfa sauðirnir allir að sýna fram á með ýmsum hætti að ekki sé verið að svíkjast undan, enda séu margir þeirra svartir sauðir.
Hvati til atvinnuleitar:
Nýleg grein í morgunblaðinu sýndi fram á að einstætt foreldri þyrfti að vera með 260þús. á mánuði til að það borgaði sig að fara aftur í vinnu. Þetta er síðan gríðarlega óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Því hver einstaklingur sem lifir á bótum og greiðir ekki skatt kostar ríkið 3-4 milljónir á ári. En eðlilega þá hugsar hver um sig þegar kemur að því að lifa af erfiða tíma. Eðlilega er mönnum ekki efst í huga sameiginlegir hagsmunir okkar allra þegar persónuleg áföll verða. Það er enginn persónulegur ávinningur fyrir fólk með minna en 260 þúsund á mánuði að hraða sér út á vinnumarkaðinn eftir atvinnumissi. Það getur verið gott að bíða aðeins og sjá hvort það komi ekki gullið tækifæri. Er til einhver leið til að mynda þennan hvata önnur en leynilögreglu eftirlit Vinnumálastofnunar? Einhver leið sem brúar bilið milli starfa? Leið sem virkjar allar vinnufærar hendur?
Samtrygging:
Atvinnuleysistryggingasjóður er í augum margra einskonar sameiginleg auðlind fremur en samtrygging. Einhverjir kunna jafnvel að líta á þetta sem ókeypis peninga. Flestir eru búnir að greiða fyrirfram í þennan sjóð óbeint gegnum tekjuskattinn. Er þá nema eðlilegt að menn vilji sækja úr þessum sjóð eins mikið og þeir mögulega geta komi upp sú staða að menn eigi rétt til þess?
Öll greiðum við í lífeyrissjóð. Það er til þess að við eigum til hnífs og skeiðar þegar ellin færist yfir okkur. Séum við þá ekki fær um að taka hvaða vinnu sem er. Séreignarsparnaður okkar eru hlutfall af okkar vinnuframlagi gegnum tíðina. Því meira sem við öflum, því meira leggjum við til hliðar til elliáranna. Þetta er okkar peningur, hversu lítill eða mikill sem hann svo verður. Þá er þessi sparnaður okkar persónulega eign.
En af hverju er þetta ekki eins farið með atvinnuleysistryggingarnar? Af hverju er ekki hluti af okkar launum lagður í sjóð til mögru áranna? Þetta væri sjóður af okkar eigin peningum, sem við hefðum aðeins aðgang að þegar atvinnuleysi knýr að dyrum. Nákvæmlega eins og lífeyrissjóðirnir gera þegar ellin knýr að dyrum.
Betri lausn:
Það væri jafnvel einfaldlega hægt að láta lífeyrissjóðina sjá um að greiða út uppihald fyrir atvinnulausa. Þetta væru þá þeirra eigin peningar. Það þyrfti enga leynilögreglu sem fylgdist með því hvort menn væru að svíkjast undan, enda væru menn aðeins að ganga á eigin varasjóð. Það væri því okkar eigin hagur að taka hvaða vinnu sem er til að brúa bilið milli draumastarfana. Væri jafnvel hægt að hugsa sér að fara blandaða leið, menn gætu unnið launalitla vinnu og fengið greiðslu úr lífeyrissjóði sínum til að koma til móts við lág laun. Kostur við þessa leið væri einnig að menn gætu staðið í skilum með greiðslubyrði sína s.s. húsnæðislán. Enda miðaði greiðslubyrðin sem menn undirgengust við að menn hefðu hærri laun.
Þetta fyrirkomulag myndi spara þjófélaginu tugi milljarða ár hvert. Einnig myndi þetta gera þeim sem eru staddir á óþægilegum stað atvinnulega séð, tækifæri til að standa skil á sínum skuldbindingum þrátt fyrir að þurfa að ganga tímabundið í launaminni störf. Eða ef menn kjósi að bíða heldur eftir draumastarfinu, þá geri menn það á eigin kostnað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2009 | 17:59
Ég skal gera það fyrir 5milljónir
Ég held að flestir þýðendur myndu telja 10 milljónir vera fjári góð laun fyrir 3ja mánaða vinnu.
Þar sem ég er ekki með háskólapróf í tungumálum, þá býðst ég til að gera þetta á hálfvirði. Ég bæði tala og skrifa ensku alveg prýðilega, hef góðan orðaforða og skilning á málfarinu, ég hef meira að segja búið á Englandi.
Þetta eru 3000 spurningar? Hver spurning kannski 30 orð? Ég klára þetta á 3 vikum!
Jón lætur þýða spurningalistann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 03:05
(markaðs) Frjálsustu lönd heims
Malta
Netherlands
Costa Rica
Bahrain
United Arab Emirates
Taiwan
Mauritius
Finland
Panama
Luxembourg
Austria
Denmark
Estonia
United Kingdom
Australia
Canada
Ireland
United States
Chile
Switzerland
New Zealand
Singapore
Hong Kong
Þetta eru allt ríki sem hafa meira markaðsfrelsi en ísland skv. mælingum Fraserinstitute frá 2007 (í öfugri röð, frjálsasta neðst, ísland er á eftir Möltu, nr. 24 í röðinni og er örugglega búið að færast neðar sökum haftastefnu og vinstristjórnar).
Af hverju skyldi það nú vera að 'nýfrjálshyggjudraugurinn' hafi ekki sett öll þessi lönd á hliðina? ..Vissulega fengu flest þessi lönd, ef ekki öll, að finna fyrir smá hristingi.
Annaðhvort eiga þau öll eftir að fara sömu leið og ísland, ef kenningar vinstrimanna eru réttar, eða þá að það var eitthvað annað en markaðsfrelsi sem setti ísland á hliðina.
Hvað var það þá?
Ég var á ágætum umræðufundi á landsþingi Ungra Jafnaðarmanna í dag (að kynna mér hvað andstæðingurinn hefur að segja). Þar kom fram og virtust menn sammælast um að regluverk ESB hefði verið það sem olli bankahruninu. Bankarnir fengu að starfa innan stóra EES svæðisins með litla ísland sem baktryggingu.
Ætlum við að hætta með frjálsan markað og segja skilið við öll þau hlunnindi og velferð sem honum fylgir vegna kerfisgalla í ESB? Borga skuldir óreiðumannanna, og koma svo á hnjánum til þessa sama ESB sem brást okkur?
Panama
Að sjá sum þessi lönd á listanum kom mér á óvart. Ég hafði ekki hugmynd um að sum þessara landa væru með eitthvað sérstaklega opið og frjálst hagkerfi. Hvernig er það t.d. með Panama, af hverju gengur þeim svona vel? Hvernig standa þeir heimskreppuna af sér? Ég kannaði hvað wikipedia hefur um málið að segja:
According to the CIA World Factbook, Panama has an unemployment rate of 5.1%. According to the ECLAC,[10] the poverty rate is 28.6% as of 2006 and is expected to decline to 11% by 2009, in spite of the Global financial crisis of 2008 - 2009. Also, an alimentary surplus was registered in August 2008, and infrastructure works are progressing rapidly. On the Human Development Index Panama is ranked at number 58 (2008). The International Monetary Fund has predicted that Panama will be the fastest growing economy in Latin America in 2009. [11] It was the second fastest growing economy in Latin America in 2008, after Peru.
Since taking office in 1994 President Ernesto Perez Balladares advanced an economic liberalization program designed to liberalize the trade regime, attract foreign investment, privatize state-owned enterprises....
Það er enn einhver fátækt sem mælist þarna, en hún er búin að vera á hraðri niðurleið síðan frjálshyggjupúkanum var sleppt lausum.
Það væri gaman að taka fyrir hvert einasta land á þessum lista og kanna hvernig frjáls viðskipti eru að virka þarna hjá þeim. En það er búið að kanna þetta allt rækilega í þessari sömu könnun og mælir frelsið: http://www.freetheworld.com/2009/reports/world/EFW2009_BOOK.pdf
Hver er niðurstaðan?
..í stuttu máli: aukið markaðsfrelsi þýðir undantekningarlaust meiri velferð.
Svona til að segja þetta mjög skýrt og berum orðum:
Meira frelsi = Meiri velferð
Minna frelsi = Minni velferð
Markaðshöft = Velferðarhöft
Að hverfa frá markaðsfrelsi = Að hverfa frá velferð
..skora á ykkur að kynna ykkur þessar upplýsingar.
Höfum sannleikan að leiðarljósi!
Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!
Lengi lifi frelsið! :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 01:15
Er banki það sama og sparibaukur?
Er banki það sama og sparibaukur?
Öruggur staður til að geyma peningana sína?
En hvernig verða þá vextirnir til?
Ég held að flestir viti þetta en gleyma kannski að hugsa út í það. En Vextirnir verða til með því að bankinn lánar einhverjum öðrum innistæðurnar í þeirri von að lántakandinn nái að gera enn meiri peninga úr þeim og skili þeim til baka ásamt lítilli þóknun. Þannig virkar ávöxtun: hún er í raun ekki annað en það að bankinn þinn er að fjárfesta fyrir þína peninga. Með því að leggja fé í banka ertu að treysta bankanum þínum til að fjárfesta skynsamlega með þína peninga.
Nú eru flestir bankar mjög passasamir með fé viðskiptavina sinna, en stundum eru þó gerð mistök. Peningar voru kannski lánaðir í eitthvert fyrirtæki sem leit vel út en heppnaðist ekki fyrir rest. Kannski fór heilmikið af fé í einhvern einstakling sem fór illa að ráði sínu osfrv.
Þetta er í raun nákvæmlega það sama og að kaupa hlut í einhverjum öðrum rekstri, eða að lána fé þitt til að einhver annar geti ávaxtað fyrir þig. t.d. í pylsusölu.
Pulsubankinn:
Gefum okkur að þú leggir inn sem svarar einni pulsu í pulsubankann gegn loforði um að pulsan muni safna vöxtum og verða orðin að tveimur pulsum eftir 3 ár.
Hvaðan kemur þessi auka pulsa?
Nefnilega þá notar pulsusalinn þessar auka pulsur sínar frá þér og öðrum viðskiptavinum til að kaupa gosvél eða þá að hann ræðst í aðra fjárfestingu sem hugsanlega getur skapað honum auknar tekjur. Þannig fær pulsusalinn aukin viðskipti og getur því auðveldlega greitt þér tvær pulsurnar sem hann lofaði að þremur árum liðnum og jafnvel greitt sjálfum sér og starfsfólki sínu meiri laun.
En hvað ef þetta gengur ekki eftir? Hvað ef vonda ríkisstjórnin setur t.d. á óvæntan sykurskatt sem gerir allt gosið svo dýrt að pylsusalinn nær ekki að borga fyrir gosvélina á réttum tíma? Hvað ef lánveitendur vilja skyndilega innheimta skuldirnar en pylsusalanum vantar heilmikið uppá til að geta staðið í skilum?
Nú stendur pulsubankinn frammi fyrir tveimur möguleikum:
1. Hann verður að reyna að framlengja í lánum sínum og halda áfram að rembast í gosinu á sama tíma og hann sannfærir innistæðueigendur um að allt sé í lagi, því ef nógu margir skildu koma og innheimta pulsurnar sínar þá fer hann á hausinn, hann þarf pulsurnar til að halda rekstrinum gangandi svo líf hans veltur á því að innistæðueigendurnir treysti honum.
2. Hann verður einfaldlega að fjárfesta enn meira og skella sér í meiri áhættu til að geta staðið í skilum. Svo hann ákveður að bjóða enn hærri vexti í þetta sinn: 3 pulsur á þremur árum! Með þessu slær hann reyndar tvær flugur í einu höggi því honum tekst að sannfæra innistæðueigendur og jafnvel sjálfan sig um að allt sé í sóma.
..Innistæður fyrir pulsum streyma inn, enda sjá menn mikla gróðavon í þessu gylliboði. Það dettur engum í hug að spyrja hvað á að gera við þessar auka pulsur. Þetta lítur allt vel út. Ávöxtunin er góð. Innistæðan er örugg.
Pulsubankinn fær sér nýtt útibú pulsustand af flottustu gerð, borgar út arð og framreiknar gróða handa öllum lykil starfsmönnum. Býður öllum í pulsupartý.
Síðan kemur skyndilega svínaflensa, gin og klaufaveiki, kúariða og sannkallaður heimsfaraldur fyrir kjötiðnaðinn. Mörg sláturfélög fara á hausinn. Pulsusalinn skuldar sláturfélaginu og fær ekki fyrirgreiðslu á fleiri pulsupakka.
Nú eru öll sund lokuð. Pulsusalinn getur hvorki starfað né endurpulsað sig og fer á hausinn. Árans vandræði!
Menn óttast um pulsuinnistæðurnar sínar og gera áhlaup á pulsusölurnar í von um að leysa út sínar pulsur. En það er útlit fyrir að mikið af pulsum hafi farið til spillis í þessu óláns ævintýri öllu.
Núna stendur ríkisstjórnin frammi fyrir tveimur möguleikum:
1. Hún ríkisvæðir pulsusöluna enda séu þetta þjóðhagslega mikilvægar pulsur, svo þarf líka að halda pulsuflæðinu gangandi. Annars væri hætta á pulsuskorti í nokkra daga. Ríkisstjórnin greiðir síðan upp allar pulsuskuldirnar úr vasa almennings, líka þeirra sem þóttu pulsur ekkert sérlega góður matur og kusu sér að geyma innistæður sínar annarstaðar.
2. Ríkisstjórnin leyfir pulsusölunni að fara á hausinn. Þeir sem eiga kröfur í þrotabúið fari síðan dómsleiðina til að fá sínar pulsur úr þrotabúinu, eins og hægt er. Svo er líka pulsutryggingasjóður innistæðueigenda sem bætir ákveðið lágmarks tjón. Ríkið sé þannig laust við allar skuldbindingar enda var pulsubankinn einkarekið fyrirtæki.
Hverjum er svo um að kenna? Hverjir bera ábyrgð?
Það eru nokkrir mögulegir kostir til að svara þeirri spurningu. Menn fara að hrópa hver á annan um orsök þess að pylsusalan fór forgörðum og komu með ýmsar skýringar:
- Pulsusalinn er ábyrgur - Hann fór illa að ráði sínu, gerði mistök í fjárfestingu og neitaði að horfast í augu við allar viðvaranir um of mikla skuldsetningu.
- Ríkisstjórnin er ábyrg - Ef ríkisstjórnin hefði gripið inn í miklu fyrr þá hefði þetta ekki farið svona illa, segja sumir.
- Regluverkið er gallað - Ef það hefðu verið skýrari reglur um starfsemi og fjármögnun pulsubankans þá hefði þetta ekki getað gerst.
- Þeir sem settu sláturfélagið á hausinn eru ábyrgir - Ef sláturfélagið hefði lifað þá hefði pulsusalan náð að vinna sig út úr vandanum. Sláturfélögin áttu að vera undir það búin að það kæmi erfiður tími.
- Svínaflensu, gin og klaufaveikifaraldurinn og allt það ástand er orsökin - Án þessa alls hefðu sláturfélögin ekki öll farið á hausinn.
- Ríkisstjórnin ber ábyrgð á töpuðu fé almennings - Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar voru að ríkisvæða tapið, segja sumir.
- Innistæðueigandinn og hluthafi í bankanum er ábyrgur - Pulsuinnistæðueigendurnir gáðu ekki að því hvað var verið að gera með þeirra fé og flutu sofandi að feigðarósi. Þeir héldu að pulsur yxu á trjánum og kærðu sig kollótta um þá viðskiptahætti sem voru stundaðir með þeirra fé. Þeim finnst síðan sjálfsagt að almennir skattgreiðendur borgi fyrir sofandahátt þeirra.
Það væri mikil einföldun að taka einhverja eina af þessum ástæðum og gera að meginorsök. Þetta eru allt samverkandi þættir í því klúðri sem samfélagið situr nú uppi með.
Hvaða lærdóm má draga af þessu ævintýri öllu?
Nokkrar tilgátur sem koma fram gætu verið:
- Einkareknir pylsusalar eru vondir, slíkt á að vera í ríkiseigu, enda gerir ríkið aldrei mistök og fer alltaf vel með peningana okkar.
- Regluverkið er gallað: það þarf að stoppa í örfá göt.
- Kapitalisminn er ónýtur: það þarf að snúa öllu á hvolf, hugsa allt upp á nýtt og finna hjólið upp aftur.
- Þetta er bara spilling og þjófnaðir sem ekki er hægt að koma algjörlega í veg fyrir. Dómstólarnir munu sjá um þá sem hafa gert rangt.
- Innistæðueigendur og fjármagnseigendur þurfa að passa betur hvernig farið er með eigur þeirra. Auka þarf fjárhagslega vitund hins almenna pulsueiganda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2009 | 21:30
Nýjar áherlsur á bloggi
Ég hef tekið þá ákvörðun að byrja að nota þetta blogg mitt undir pólitískan áróður í nafni frelsis og frjálshyggju.
Hef ég því tekið út allar fyrri færslur sem ekki tengjast þessum nýju áherslum. Enda var þetta blogg upprunalega ætlað til að fólk gæti fylgst með ævintýrum mínum í Lundúnaborg meðan ég bjó þar.
Mér finnst vera ærin þörf á því að allir frelsisþenkjandi leikmenn í stjórnmálum brýni klærnar og berjist gegn þeirri vinstrisveiflu sem nú ríður yfir og allri þeirri frelsissviptingu sem henni fylgir.
Eitthvað verður fjallað um:
- hagfræði
- heimspeki
- stjórnmál
- fjölmiðlun
- pólitík
- fréttirnar
- stjórnmálin
- hugmyndafræði
- frelsið
- réttlæti
- von
- og síðast en ekki síst hamingjuna
- Öll umræða skal vera kurteis og málefnaleg.
- Öll umræða skal vera viðkomandi því sem bloggið fjallar um.
- Öll umræða skal vera á málefnalegum en ekki tilfinningalegum grundvelli.
- Engin dónaleg orð, hégóma, skítkast eða önnur 'blogg leiðindi'
3.8.2009 | 17:02
En hvað með áhommun ?
Bannað að bjóða upp á lækningu við samkynhneigð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2009 | 16:36
Ekkert verið að blogga neitt
- ég er bara alveg hættur að nenna öllu bloggi.
- Er á fullu í vinnu..
- Rekstur stöðvarinnar hefur aldrei gengið betur
- allskyns spennandi þættir komnir á dagskrá hjá okkur
- Er að byrja tökur á heimildarmynd, smá svona pet project
- Skella mér á stjórnmálanámskeið um næstu helgi
- Er alveg að springa á þörfinni fyrir að koma frá mér eins og einu lagi fljótlega
- Er ennþá á lausu og er klárlega heitasti piparsveinninn í bænum