22 ástæður til að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs:

 


1. Já þýðir að þú samþykkir tillögurnar óbreyttar. “Það verður ekkert lagað seinna.”


Ef þú ert með minnsta fyrirvara þá verðurðu að segja nei. Það er ekki hægt að ætlast til að maður kaupi bilaðann bíl í þeirri von að seljandinn geri við hann síðar. Þegar kaupin ganga í gegn ertu búinn að samþykkja vöruna í því ástandi sem hún er. Það er eins með þessar tillögur að stjórnarskrá. Þetta staðfesta t.d. ummæli Þorvaldar Gylfasonar sem situr í stjórnlagaráði, en hann sagði í Kastljósi þriðjudaginn 9. október að ef að svarið yrði já : “Þá getur alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem stjórnarskrá”.

Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 14. október aðspurð hvort tillögurnar yrðu samþykktar af alþingi óbreyttar: “Efnislega óbreytt já, en kannski einhverjar orðalagsbreytingar” Annar félagi í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek skrifaði grein um málið sem var titluð: “Það verður ekkert lagað seinna”. En titillinn segir allt um innihaldið.


2. Umbylting á stjórnarskránni veldur því að dómafordæmi sem vísa í stjórnarskrána verða að engu. Það gæti tekið mörg ár fyrir réttarkerfið að greiða úr þeirri flækju með tilheyrandi kostnaði.


Allar þessar orðalagsbreytingar í tillögum stjórnlagaráðs virðast kannski sakleysislegar en lögspekingar hafa bent á að þetta geti haft alverleg áhrif á dómskerfið þar sem dómafordæmi sem vísa t.d. í einhverja grein í gömlu stjórnarskránni eru nú orðin að engu þegar sú grein er kannski ekki lengur til eða orðuð á allt annan hátt.

 

3. Með því að segja nei hefur ekkert breyst og er því jafn auðvelt og áður að breyta stjórnarskránni. Þá verður t.d. hægt að nýta tillögur stjórnlagaráðs og þróa þær áfram.

4. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki gerð nein tilraun til að leiðrétta loðin og misskiljanleg mannréttindaákvæði. Þannig að með því að samþykkja tillögurnar er verið að festa enn frekar í sessi þessi gölluðu mannréttindaákvæði sem illviljuð stjórnvöld gætu hæglega beitt gegn borgurum sínum. En góð stjórnarskrá er einmitt ætluð til að vernda borgarana gegn stjórnvöldum. Sú gamla er ekki fullkomin, en það er ekki til bótar að samþykkja aftur gallana.


Hér á eftir fyglja svo atriði í tillögunum sem ég geri athugasemd við. Hvert þessara atriða eitt og sér ætti að vera ástæða til að segja nei (vísa í fyrsta lið hvað það varðar).

     

    5. Í 8. grein tillagna segir: “Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn.” Þetta er mjög óskýrt svo ekki sé meira sagt og hægt að túlka eftir hentugleika. Stjórnarskrá á einmitt ekki að innihalda slíkt.

    6. Í 13. gr. Tillagna er búið að bæta við stjórnarskrána: “Eignarrétti fylgja skyldur og takmarkanir í samræmi við lög”. Svona undanþága getur hæglega gert eignarréttinn að engu allt eftir því hvað stjórnvöldum sýnist.

    7. Í 14. gr. Tillagna er búið að bæta “börnum” við í lista yfir átyllur sem ríkisvald getur notað til að brjóta á tjáningarfrelsi manna. Þegar menn eru farnir að beita börnum fyrir sig þá er illt í efni. Ég ætla ekki í frekari málalenginga hér um hvað væri hægt að réttlæta með því að segja það “til verndar börnum”.

    8. Í 16. gr. Tillagna er farið gegn eignarréttinum með því að banna mönnum að ritstýra eigin fjölmiðli eins og menn sjálfir vilja.

    9. Í 17. gr. Tillagna er kveðið á um frelsi “vísinda, fræða og lista” og er algjörlega óljóst hvað frelsi þýðir fyrir þessi hugtök og hver ábyrgð ríkisins er þá til að viðhalda því frelsi.

    10. Í 18. gr. Tillagna er banni við trúarskoðun sem ekki samræmist “góðu siðferði eða allsherjarreglu”, sem hlýtur að vera skilgreint skv. ríkisvaldinu breytt í bann við trú sem ekki samrýmist “lýðræðislegu þjóðfélagi”. Sem er ekki síður loðið, pólitískt og óljóst hvað þýðir.

    11. Í 21. gr. Um fundafrelsi er banni við fundum sem “uggvænt þykir að leiði af sér óspektir” breytt í bann við fundum sen nauðsynlegt er að banna “í lýðræðislegu þjóðfélagi”. Það er klárt að hið síðarnefnda er mun loðnara og hægt að beita sem vopni í pólitískum tilgangi.

    12. Í 22. gr. Tillagna er kveðið á um að öllum skuli tryggður réttur til “Lífsviðurværis”. En þetta þýðir í raun að menn geti lagt niður vinnu og látið aðra sjá um sig.

    13. Í 24. gr. Tillagna er kveðið á um skólaskyldu og að allir skuli læra um “Lýðræðisleg réttindi og skyldur”. Þá er aðeins hægt að álykta að það verði ríkið sem ákveði hvað er satt og rétt í þeim efnum.

    14. Í 25. gr. Tillagna er dregið úr atvinnufrelsi manna með því að láta ríkið diktera hvað teljist: “mannsæmandi vinnuskilyrði, hvíldar orlofs og frítími og sanngjörn laun.”

    15. Í 34. gr. Tillagna er almenningi sem ekki hefur þegar fengið landareign (náttúruauðlind) í arf gert ómögulegt að eignast landareign í framtíðinni nema að kaupa einhverja þá eign sem þegar er í einkaeigu. En þær eignir munu rjúka upp í verði sé þetta ákvæði sett í stjórnarskrá og því ólíklegt að nýliðun verði í greinum sem tengjast auðlindum þessa lands.

    16. Í 34. gr. Tillagna eru náttúruauðlindir sem ekki eru þegar í einkaeigu þjóðnýttar um ókomna tíð með öllum þeim pólitísku hrossakaupum, spillingu, klúðri og sukki sem jafnan fylgir slíku (nægir að nefna Orkuveitu Reykjavíkur).

    17. Í 65. gr. Tillagna er kveðið á um að 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta hlutfall er svo lágt að það getur hæglega gert alþingi óstarfhæft, sem einhverjum þykir kannski ágætt. Sem dæmi má nefna að Hreyfingin fékk um 10% atkvæða í seinustu alþingiskosningum og gæti því tafið öll mál ef þeim sýndist svo.

    18. Í 68. gr. Tillagna er kveðið á um að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á alþingi. Þannig gæti hópur um 6000 manna sent inn aragrúa þingmála og lamað störf þingsins.

    19. Í 67. gr. Tillagna er vandlega girt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslur geti farið fram um mikilvægustu málin, s.s.: Fjárlög og fjáraukalög. Þarna er líka sérstaklega farið gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um lög “sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum” og verður ekki annað séð en að icesave þjóðaratkvæðagreiðslan hefði þá verið úr sögunni.

    20. Í 69. gr. Tillagna er stjórnmálamönnum gefin heimild til að taka fé úr ríkissjóði án þess að um það sé getið í lögum ef “almannahagsmunir krefjast þess.”

    21. Í 111. gr. Tillagna er kveðið á um að hægt sé að framselja ríkisvald til alþjóðlegra stofnana. Þó er sá fyrirvari að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um slíkt, en með hliðsjón af 113. gr. Þar sem segir að ef 5/6 hluti alþingismana samþykki, þá þurfi ekki þjóðaratkvæði, þá er þetta hættuleg viðbót.

    22. Í 113. gr. Tillagna er kveðið á um að alþingi geti breytt stjórnarskrá eftir eigin geðþótta sé fyrir því 5/6 hluta þingmeirihluti. Með þessu gæti alþingi t.d. Breytt Íslandi í einræðisríki: látið þingsetu ganga í arf og afnumið allar kosningar. Þetta er því sérlega varhugavert ákvæði.


"Meira af allskonar"

Ég var á seinasta landsfundi XD núna 2011.  Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þann fund fyrir margar sakir sem ég ætla ekki að telja allar hér.  En það helsta var að landsfundurinn virðist vera miðstöð fyrir sérhagsmunahópa til að koma málefnum sínum að.  Ég fékk að kynnast því af eigin raun þar sem ég sat í menntamálanefnd og gat komið mínum persónulegu skoðunum á menntamálum nokkuð auðveldlega inn í ályktunina, sem kostaði reynda að ég sæti þarna heilan dag. Þarna voru líka staddir fulltrúar frá íþróttahreyfingunni sem lobbýuðu hressilega inn í ályktunina að þeirra skjólstæðingar fengju "meira af allskonar", eins og Jón Gnarr myndi orða það.

Ég reyndi að standa gegn þessu og benti á að þetta ætti ekki skylt við hægristefnu, en það voru fáir viðstaddir sem vildu standa með hagsmunum skattgreiðenda. Svo er nánast enginn öryggisventill þegar ályktunin er samþykkt í heild, en það var ekki gefið færi á að ræða þessi atriði neitt.

Hin óumflýjanlega niðurstaða af þessu er að í öllum málaflokkum verður "meira af allskonar" ofan á. Ef landsfundarályktanir allar eru skoðaðar má sjá að það er raunin í öllum málefnanefndum á landsfundi.

Lægri skattar, hærri útgjöld
Samkvæmt sumum hagfræðikenningum er hægt að lækka skatta og fá samt meiri tekjur inn í ríkissjóð, allt eftir því hvar við erum stödd á svokallaðri 'Laffer kúrvu'. En kúrva sú er kenning um samhengi milli skattheimtu og skatttekna.  Ég ætla ekki að útskýra þá kenningu mikið hér heldur benda á að EF við erum stödd þeim megin á Laffer boganum að lækkun á sköttum muni skila meiri tekjum, þá er samt sem áður ekki hægt að lækka mikið áður en tekjurnar komast á sama stað aftur eða byrja að minnka frá því sem nú er.  Þannig er það samt sem áður óábyrgt samkvæmt þessum kenningum að tala fyrir auknum útgjöldum og skattalækkunum á sama tíma. Á endanum mun það þýða skuldasöfnun og skattlagningu á framtíðina.
 
Siðferði skattlagningar 
Þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs gætu aukist með vandlega hugsuðum skattalækknum, þá er samt siðferðilega rangt að hafa það að markmiði að hámarka tekjur ríkisins því það er alltaf gert á kostnað almennings. Sú hugsun að hámarka tekjur af skattheimtu er í raun sú hugsun að vera með skattheimtu á þolmörkunum. Ríkið ætti að vera það sem á ensku er kallað 'necessary evil'.. nauðsynleg illska. Skv. því ætti að lækka skatta þannig að þeir standi undir því allra nauðsynlegasta og engu öðru. Ríkissjóður er ekki dótakista sem sérhagsmunahópar geta sótt í að vild. Ríkissjóður er ekki ókeypis peningar heldur stolnir peningar. Enginn borgar skatta vegna þess að hann vill það, sem sannast á því að enginn hefur enn boðist til að greiða meira en honum ber.
 
 Vanþekkinng sjálfstæðismanna
Ætla mætti að sjálfstæðismenn séu almennt ekki meðvitaðir um samhengi þessara hluta.  Aukin ríkisútgjöld kalla á meiri skatta.  Hvernig er hægt að kalla eftir lægri sköttum á sama tíma og ekki er tekið á því sem skera þarf niður, nei, heldur er einfaldlega gefið í og fundið upp á nýjum útgjaldaliðum.  Þetta vinnulag ber ekki vott um skynsemi eða skilning á fjármálum. En kannski er skýringin sú að landsfundarfulltrúar hafa enga heildarsýn á stefnu flokksins og ályktanir? Ef landsfundur sjálfstæðisflokksins ætlar að láta taka mark á sér þá verður að bæta þetta. Sumir segja að landsfundurinn sé bara froða og engu máli skipti hverju þar sé lofað.  Líta menn þá á landsfundinn sem ódýrt bragð til að plata kjósendur? Er kannski gott fyrir kosningar að lofa "meira af allskonar" en gera svo eitthvað annað eftir kosningar?  Hvernig getum við þá treyst því að vilji sé til að lækka skatta? Hvernig getum við þá treyst neinu sem fram fer á landsfundi?
 
Leið til lausnar á vandanum 
 Landsfundur sjálfstæðisflokksins er aðeins ein helgi. Stærstur hluti þess tíma fer í ræðuhöld og allt annað en málefnavinnu.  Þessi knappi tími sem þá er eftir er illa nýttur. En hann fer í það að semja nýja landsfundarályktun ár hvert.  Það þýðir að lítill sem enginn tími gefst fyrir gagnrýna hugsun og að heildarmyndin sé skoðuð. Ég hef aðeins mætt á tvo landsfundi og hef samt séð þetta þróast til verri vegar, umræður í sal eru smám saman að hverfa.  Það sem gæti lagað þetta væri að í stað þess að semja nýja ályktun á næsta ári, sem verður í grunninn sú sama og síðast, að nýta tímann þess í stað til að fara yfir seinustu ályktun og sníða af henni vankanta. Þá er hægt að bæta við ef eitthvað vantar. Með þessu væri hægt að ræða málin og viðhafa eðlilega gagnrýni.  Viljum við virkilega hafa þetta svona? Er eitthvað í ályktuninni sem stangast á við eitthvað annað? Er hægt að lofa öllum þessum skattalækkunum með öllum þessum nýju útgjaldaliðum?  Þarf að skera eitthvað meira niður? Viljum við virkilega "meira af allskonar"?
 
 Heiðarleiki vinnur til lengri tíma litið
Hinn popúlíski stjórnmálamaður er alltaf hræddur við að stinga upp á niðurskurði. Hann vill ekki fara gegn sérhagsmunahópunum og taka áhættuna af því að missa atkvæði þeirra eða verða fyrir gagnrýni.  Þetta er stærsta vandamál stjórnmálanna í dag. En sá stjórnmálamaður sem er samkvæmur sinni sannfæringu, kemur heiðarlega fram og er óhræddur við að kynna málstað sinn með skynsemi og rökræðum, sá stjórnmálamaður mun á endanum verða leiðtogi. Sá sem togar þjóðina rétta leið.
 
Samantekt úr landsfundarályktunum
Með þetta allt saman í huga gerði ég samantekt úr landsfundarályktunum sem sýna hvað átt er við hér svart á hvítu. Vona að þetta verði til þess að sjálfstæðisflokkurinn taki sig saman í andlitinu og fari að huga að hag skattgreiðenda.  Sjá skýrsluna hér í viðhengi. 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sarah Palin er ekki talsmaður teboðshreyfingarinnar

.. ekki frekar en Birgitta Jónsdóttir er talsmaður búsáhaldabyltingarinnar.

 Teboðshreyfingin er grasrótarhreyfing með engann kjörinn leiðtoga eða talsmann. Sarah Palin má vera sammála teboðshreyfingunni svokölluðu í mörgum megin atriðum, s.s. hvað varðar skattalækkanir. En skoðanir Söru Palin endurspegla augljóslega á engan hátt skoðanir heillar hreyfingar sem er ekki með neina leiðtoga.

sjá nánar um leiðtoga(leysi) hreyfingarinnar hér:http://en.wikipedia.org/wiki/Tea_Party_movement#Leadership_and_groups

Political analyst Dick Morris says the Tea Party is a grassroots movement with no national leadership. "Those who conduct its affairs are mere coordinators of local groups where the real power lies. The entire affair is a grass roots-dominated movement." He notes that the teapartypatriots.org umbrella group, with more than 2,800 local affiliates, has only seven paid staff members, and a payroll of $50,000 a month.[4]

 

Hægt væri að halda fram að markmið teboðshreyfingarinnar séu eftirfarandi, þar sem þau eru valin af töluvert stórum hópu fólks:

  1. Identify constitutionality of every new law: Require each bill to identify the specific provision of the Constitution that gives Congress the power to do what the bill does (82.03%).
  2. Reject emissions trading: Stop the "cap and trade" administrative approach used to control pollution by providing economic incentives for achieving reductions in the emissions of pollutants. (72.20%).
  3. Demand a balanced federal budget: Begin the Constitutional amendment process to require a balanced budget with a two-thirds majority needed for any tax modification. (69.69%)
  4. Simplify the tax system: Adopt a simple and fair single-rate tax system by scrapping the internal revenue code and replacing it with one that is no longer than 4,543 words – the length of the original Constitution. (64.9%)
  5. Audit federal government agencies for constitutionality: Create a Blue Ribbon taskforce that engages in an audit of federal agencies and programs, assessing their Constitutionality, and identifying duplication, waste, ineffectiveness, and agencies and programs better left for the states or local authorities. (63.37%)
  6. Limit annual growth in federal spending: Impose a statutory cap limiting the annual growth in total federal spending to the sum of the inflation rate plus the percentage of population growth. (56.57%).
  7. Repeal the health care legislation passed on March 23, 2010: Defund, repeal and replace the Patient Protection and Affordable Care Act. (56.39%).
  8. Pass an 'All-of-the-Above' Energy Policy: Authorize the exploration of additional energy reserves to reduce American dependence on foreign energy sources and reduce regulatory barriers to all other forms of energy creation. (55.5%).
  9. Reduce Earmarks: Place a moratorium on all earmarks until the budget is balanced, and then require a 2/3 majority to pass any earmark. (55.47%).
  10. Reduce Taxes: Permanently repeal all recent tax increases, and extend permanently the George W. Bush temporary reductions in income tax, capital gains tax and estate taxes, currently scheduled to end in 2011. (53.38%).
http://en.wikipedia.org/wiki/Contract_from_America
 

 Hvað varðar efni málsins, þá snýst þetta um þá megin reglu að vera ekki endalaust að veita undanþágur frá skatti og flækja þannig skattkerfið. Mun hagkvæmara er fyrir alla að hafa flatan lágan skatt.  Deilan snýst ekki um hvort konur eigi að gefa brjóst eða hvernig.

 Afburðar léleg blaðamennska hjá mbl.is í þessu máli.


mbl.is Teboðshreyfingin hjólar í brjóstagjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landskjörstjórn vinstri flokkanna

Hverjir eru í þessari landskjörstjórn, sem settu strik í sögu landsins með því að klúðra í fyrsta skipti almennum kosningum á landsvísu?  Sjáum hvað google segir um þetta fólk:

 

Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður

"..hann hefur í amk. 15 ár gegnt trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka sem eru yst á vinstri vængnum, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðan Vinstri græna.

Nýjast má nefna að hann situr í stjórn OR sem fulltrúi VG.

Þetta er ekki bara einhver lögmaður út í bæ. Hann er í innsta kjarna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Já, og svo er hann barnsfaðir Svandísar Svavarsdóttur."

http://fridjon.eyjan.is/2008/01/16/er-mark-takandi-a-astradi-haraldssyni/

 

Bryndís Hlöðversdóttir, rektor háskólans á Bifröst, Fyrrum þingmaður fyrir samfylkinguna.

2001 - 2004

Chair of the Parliamentary Group, the Social Democratic Alliance 
1995 - 2005

Member of Parliament, the Social Democratic Alliance 

 

 http://starfsmenn.bifrost.is/default.asp?sid_id=36616&tre_rod=029|002|&tId=1

 

 Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, héraðsdómari

Google þekkir engin pólitísk tengsl. En upplýsingar um það væru vel þegnar.

 

Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður

Google þekkir engin pólitísk tengsl. En Þórður virðist áhugamaður mikill um ráðherraábyrgð og átti fyrirlestra og sjónvarpsviðtöl um það í kringum landsdómsmálið. Verðugt verkefni væri fyrir Þórð að upplýsa þjóðina um ábyrgð ráðherra  í stjórnlagaþingshneykslinu.

http://www.linkpdf.com/ebook-viewer.php?url=http://www.hi.is/files/asset/stjornsysla/markads_og_samskiptasvid/kynningarmal/radherraabyrgd.thordurbogason..ppt

 

Þuríður Jónsdóttir, lögmaður

Hefur m.a. setið í kærunefnd jafnréttismála, sem gerir hana væntanlega að góðum stríðsmanni vinstra liðsins.

 

 


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

internet tröll?

Í fyrsta lagi vill ég taka skýrt fram, að mér þykir svona fantabrögð hrein viðurstyggð og að þarna sé verið að vega að málfrelsi og fundarfrelsi manna.  En það eru þau réttindi sem ég tel ein þau heilögustu í okkar samfélagi. 

Í öðru lagi, sem andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu get ég fullyrt að ég lít ekki á lönd eða fólk innan ESB sem 'óvini' mína og þekki engan ESB andstæðing sem er þeirrar skoðunar.  Við lítum flest á fólk úr öðrum löndum sem bræður okkar og systur, alveg óháð efnahagsbandalögum og tollamúrum.

 Í þriðja lagi þá lít ég ekki á Evrópusinna sem óvini mína.  Föðurlandssvikarar, kannski undir ströngustu skilgreiningu þess orðs.  En þetta er fólk sem vill aðeins það sem er íslandi og íslendingum fyrir bestu og trúir því að það sé að gera rétt.  Við erum bara ósammála í ýmsum atriðum hvað það varðar.

 

En þá að þessari frétt.  Ég verð að játa að ég finn tröllalykt af þessu.  Það er hægur leikur að stofna vefsíðu til þess að hræra upp í umræðunni.  Börn og aðrir minna þroskaðir menn hafa lengi stundað þá iðju að villa á sér heimildir eða gera sér upp skoðanir á veraldarvefnum til þess eins að kalla fram tilfinningaleg viðbrögð hjá fólki.  Ég trúi því ekki að neinn sem hefur einlægan áhuga á Evrópumálunum myndi standa fyrir svona hóp.  Þá er mun líklegra að hinumegin við skjáinn leynist svokallað internet tröll.

Svona öfgar vekja oft upp samúð með þeim sem fyrir verða.  Það gæti allt eins verið að þarna leynist Evrópusinni sem sé að reyna að sverta málstað Evrópuandstæðinga.  Ég vona amk. að það sé enginn fótur fyrir þessum hótunum og skil vel að menn taki þær alvarlega upp að vissu marki og hafi varan á.

 Evrópuandstæðingar eru með öll bestu rökin sín megin og þurfa ekki á svona vitleysu að halda.  Þetta gæti því hæglega endað með að verða Evrópusinnum í hag.  Nú geta þeir sagt að innan okkar raða séu þjóðernisöfgamenn.  Þetta hafa þeir reyndar alla tíð sagt. 


mbl.is Facebooksíða til skoðunar hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfið allt á www.xnei.is

Hérna er hægt að lesa allt bréfið á vefsíðu Ísafoldar, www.xnei.is

 

Reykjavík, 05. ágúst 2010.

Hæstvirtur forseti Alþingis og háttvirtir Alþingismenn,
Þann 14. júní síðastliðinn lögðu þingmenn úr öllum þingflokkum, nema þingflokki Samfylkingarinnar, fram þingsályktunartillögu þess efnis að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði afturkölluð. Við í Ísafold styðjum þingflokkstillöguna af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna sívaxandi óánægju í samfélaginu með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og hinsvegar vegna gjörbreyttra aðstæðna í sambandinu sjálfu, en efnahagur fjölmargra ríkja þar innan riðar til falls og margir af helstu fjármálasérfræðingum heimsins telja að gjaldmiðill sambandsins eigi stutt eftir lifað. Ein af forsendunum sem leiddu til að aðildarumsóknar Íslands að ESB fékk nauman meirihluta á þingi,var sú að Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar myndu flýta fyrir efnahagsbata hins íslenska hagkerfis. Líkt og að ofan greinir eru þessar forsendur meirihlutans brostnar.

Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að um 60% íslenskra kjósenda séu andvígir inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið. Þessar niðurstöður endurspegla vaxandi ónægju íslensku þjóðarinnar með aðildarumsóknina. Má þá helst nefna landsfund Sjálfstæðisflokksins sem nýlega var haldinn, en þar var samþykkt, með yfirgnæfandi meirihluta, skýr ályktun þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB skuli dregin til baka án tafar. Ofan á þessa óánægju með aðildarumsóknina bætist sú háværa krafa sem heyrst hefur í íslensku samfélagi, á síðustu misserum, um að beint lýðræði verði aukið til muna og lykilmál er varða veigamikla þjóðarhagsmuni séu sett í þjóðaratkvæðagreiðslur.

Upp á síðkastið hafa öll ráðuneyti landsins og allar undirstofnanir þeirra, leynt og ljóst unnið að því að straumlínulaga stjórnsýslu landsins til þess að undirbúa hana fyrir Evrópusambandsaðild. Þetta ferli, sem gjarnan er kallað aðlögunarferli, fór hér áður fyrr fram einungis eftir að aðildarviðræðum var lokið og umsóknarríkið hafði undirritað aðildarsamning sinn að Evrópusambandinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, en í dag fer þetta ferli fram samhliða hinum eiginlegu aðildarviðræðum Hvað varanlegar undanþágur frá grunnstoðum Evrópusambandsins varðar, þá eru engar slíkar undanþágur í boði. Vissulega hafa sum aðildarríki Evrópusambandsins fengið tímabundnar undanþágur í vissum málaflokkum, en slíkar undanþágur myndu aldrei fullkomlega tryggja yfirráð Íslands yfir náttúruauðlindum á borð fiskimið, jarðvarma og olíu.

Í ljósi þeirra ástæðna sem greint er frá að ofan, hvetjum við ykkur til þess að samþykkja fyrrgreinda þingsályktunartillögu, draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og endurnýja lýðræðislegt umboð ykkar til þess að sækja um aðild að fyrrnefndu sambandi með því að gefa þjóðinni tækifæri til þess að kjósa, í þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvort réttast sé að sækja á ný um aðild að Evrópusambandinu.

Virðingarfyllst,
Stjórn Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild.

 


mbl.is Vilja að umsókn verði afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50% afsláttur á 'hlutlausu' áróðursefni

Það má vera öllum ljóst að þetta fyrirhugaða 'kynningarefni' verður aldrei hlutlaus og aldrei með hagsmuni íslands og íslendinga að leiðarljósi, heldur aðeins til þess gerður að greiða götu fyrir ESB aðildarferli íslands.  

Þessi fjárveiting, samanlagt 4 m.a. er tæpast hægt að telja sem peningagjöf, þar sem íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að leggja fé á móti, sem líklegt verður að teljast að verði í það minnsta önnur eins upphæð af íslensku skattfé sem þarf að veita til þess að sveipa evrópusambandið dýrðarljóma.

En Þetta er að sjálfsögðu ekki nema brot af aðgangsverði inn í tollabandalagið. Það má ekki gleyma að það er skýlaus krafa að íslendingar greiði icesave reikninginn og hætti öllum hvalveiðum, svo fátt eitt sé nefnt. En þó þessi fjárveiting sé rausnarleg til þess eins að útbúa kynningarefni, þá má ekki gleyma því að evrópusambandið lítur á þessa fjárveitingu miklu heldur sem fjárfestingu heldur en fjárveitingu. Því fulltrúar ESB hafa lýst yfir miklum og óeðlilegum áhuga á því að ísland gangi í klúbbin til þess að fá aðgang að fiskveðiauðlindum og 'hernaðarlega mikilvægum hafsvæðum', eins og það hefur verið orðað.

Ef kynningar efni um evrópusambandið á að hafa einhvern minnsta trúverðugleika, þá ættu eurocratar frá Brussel ekki að koma neinstaðar nálægt gerð slíks kynningarefnis. Einnig má deila um þörfina fyrir slíkt kynningarefni nú á tímum upplýsingatækni og internetsins. Vill ég þá þá sérstaklega benda á að hægt er að lesa stofnsáttmála evrópusambandsins á verarldarvefnum. Það er fátt betra til að menn efist um ágæti þess að ísland gangi í ESB heldur en lestur þessara stofnsáttmála. Þeir eru eina kynningarefnið sem þarf.
mbl.is Gagnrýna afskipti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómar eins og góð hugmynd í fyrstu, en..

.. ef við hugsum dæmið aðeins lengra, þá er aðeins verið að útrýma störfum sem eru minna en 200þús. króna virði.  Fólk sem áður vann slík störf getur ekki lengur þjónustað samfélagið og fer þess í stað á atvinnuleysisbætur.  

 

 

'The first thing that happens, for example, when a law is passed that no one shall be paid less than $106 for a forty-hour week is that no one who is not worth $106 a week to an employer will be employed at all. You cannot make a man worth a given amount by making it illegal for anyone to offer him anything less. You merely deprive him of the right to earn the amount that his abilities and situation would permit him to earn, while you deprive the community even of the moderate services that he is capable of rendering. In brief, for a low wage you substitute unemployment. You do harm all around, with no comparable compensation.'

 

 

 - úr bókinni 'Economics in one Lesson' eftir Henry Hazlitt

 

 Útkoma: samfélagið verður af vinnukröftum þessa fólks og hinir sem eftir eru á vinnumarkaði þurfa að halda viðkomandi uppi með félagslegum úrræðum.  Samfélagið allt tapar á þessu fyrirkomulagi.

Líklega á þetta eftir að hafa mest áhrif á námsmenn eða ómenntað ungt fólk, sem er nýtt á vinnumarkaði.  Með því að hækka lágmarkslaun verður ekki þess virði að ráða slíka einstaklinga í vinnu.

 

 

'It may be thought that if the law forces the payment of a higher wage in a given industry, that industry can then charge higher prices for its product, so that the burden of paying the higher wage is merely shifted to consumers. Such shifts, however, are not easily made, nor are the consequences of artificial wage-raising so easily escaped. A higher price for the product may not be possible: it may merely drive consumers to the equivalent imported products or to some substitute. Or, if consumers continue to buy the product of the industry in which wages have been raised, the higher price will cause them to buy less of it. While some workers in the industry may be benefited from the higher wage, therefore, others will be thrown out of employment altogether. On the other hand, if the price of the product is not raised, marginal producers in the industry will be driven out of business; so that reduced production and consequent unemployment will merely be brought about in another way.' 

 - úr bókinni 'Economics in one Lesson' eftir Henry Hazlitt 

 

Það er óumflýjanlegt að þetta veldur meira atvinnuleysi.  Peningar vaxa ekki á trjánum.  Það er ekki hægt að hækka bara launin hjá fólki ef það er engin verðmætasköpun á bakvið launahækkunina.  Þessi hækkun fer út í verðlagið eftir ýmsum leiðum og minnkar kaupmáttinn hjá almenningi (fólk fær minna fyrir launin sín), sem aftur bitnar verst á þeim sem minnst eiga.


mbl.is Lágmarkslaun ekki undir 200 þúsundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfni eða ekki

Hér eru þrjár fullyrðingar sem ég tel að standist rökfræðilega og menn ættu að hafa í huga:

 

1.  Það er annaðhvort hægt að ráða í stöður eða kjósa fólk eftir hæfni, eða ekki.

2.  Um leið og það er farið að velja eftir kynferði í stöður, til að jafna einhverja tölfræði, þá er ekki lengur verið að velja eftir hæfni.

3.  Lýðræði og kynjakvóti geta aldrei farið saman.  Ef þú getur ekki kosið þá einstaklinga sem þú vilt eða átt á hættu að atkvæði þitt verði að litlu eða engu haft til að jafna einhverja tölfræði, þá er ekki lýðræði.

 

 

Naumlega tókst að troða þessu jafnréttisfrumvarpi gegnum landsfundinn og vildu sumir meina að það hefði þurft að telja atkvæðin þegar breytingartillögur sem tóku mið af fyrrgreindum sjónarmiðum voru tekin til atkvæða.

 

.. að lokum er rétt að minna á stjórnarskrá lýðveldisins, en þar segir í 65. grein:   ' 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)'


mbl.is Tekist á um jafnrétti í Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósannar draugasögur?! Þvílíkt hneyksli!!

Nú er mér öllum lokið. Það verður einhver að stöðvar þessi vörusvik.   Annaðhvort segir maðurinn SANNAR draugasögur, eða þá að það sé tekið sérstaklega fram í smáaletrinu að þetta séu ósannar sögur.

Hversu margir ætli hafi keypt sig í þessa leiðsögn haldandi það að þetta væru allt sannar sögur?  Þetta fólk á skilið endurgreiðslu!!  

 Svo er maðurinn bara að fara með fólk í leiðsögn um kirkjugarð og segja sögur eins og það sé bara ekkert mál að gera slíkt án þess að hafa neina menntun til þess??!

 Jesús, pétur, kiljan og hin heilaga jómfrú!


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband