50% afsláttur á 'hlutlausu' áróðursefni

Það má vera öllum ljóst að þetta fyrirhugaða 'kynningarefni' verður aldrei hlutlaus og aldrei með hagsmuni íslands og íslendinga að leiðarljósi, heldur aðeins til þess gerður að greiða götu fyrir ESB aðildarferli íslands.  

Þessi fjárveiting, samanlagt 4 m.a. er tæpast hægt að telja sem peningagjöf, þar sem íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að leggja fé á móti, sem líklegt verður að teljast að verði í það minnsta önnur eins upphæð af íslensku skattfé sem þarf að veita til þess að sveipa evrópusambandið dýrðarljóma.

En Þetta er að sjálfsögðu ekki nema brot af aðgangsverði inn í tollabandalagið. Það má ekki gleyma að það er skýlaus krafa að íslendingar greiði icesave reikninginn og hætti öllum hvalveiðum, svo fátt eitt sé nefnt. En þó þessi fjárveiting sé rausnarleg til þess eins að útbúa kynningarefni, þá má ekki gleyma því að evrópusambandið lítur á þessa fjárveitingu miklu heldur sem fjárfestingu heldur en fjárveitingu. Því fulltrúar ESB hafa lýst yfir miklum og óeðlilegum áhuga á því að ísland gangi í klúbbin til þess að fá aðgang að fiskveðiauðlindum og 'hernaðarlega mikilvægum hafsvæðum', eins og það hefur verið orðað.

Ef kynningar efni um evrópusambandið á að hafa einhvern minnsta trúverðugleika, þá ættu eurocratar frá Brussel ekki að koma neinstaðar nálægt gerð slíks kynningarefnis. Einnig má deila um þörfina fyrir slíkt kynningarefni nú á tímum upplýsingatækni og internetsins. Vill ég þá þá sérstaklega benda á að hægt er að lesa stofnsáttmála evrópusambandsins á verarldarvefnum. Það er fátt betra til að menn efist um ágæti þess að ísland gangi í ESB heldur en lestur þessara stofnsáttmála. Þeir eru eina kynningarefnið sem þarf.
mbl.is Gagnrýna afskipti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband